Raforkulög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:08:33 (3258)

2003-01-30 16:08:33# 128. lþ. 69.1 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:08]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svörin. Það sem ég vildi reyna að hnykkja aðeins á í seinna andsvari mínu er að spyrja hæstv. ráðherra hvað hún telji í raun og veru að sé viðunandi mismunur í orkuverði á landinu. Hvað er það sem við getum sætt okkur við að sé sameiginlegur skilningur á því að sé viðunandi mismunur í orkuverði? Er það það sem nú er, er það sá munur sem er mestur nú á landinu í orkuverði milli svæða eða einhver önnur prósentutala?