Einkahlutafélög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:51:03 (3270)

2003-01-30 16:51:03# 128. lþ. 69.6 fundur 521. mál: #A einkahlutafélög# (ársreikningar, slit félaga) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:51]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Einkahlutafélagaformið er náttúrlega viðurkennt og á fullan rétt á sér að mínu mati. En ég get alveg tekið undir það með hv. þm. að forvitnilegt væri að hafa meiri upplýsingar um þetta mál vegna þess að þarna hefur náttúrlega átt sér stað mikil breyting. Það er ekki nokkur vafi á því. Upplýsingar eru alltaf til bóta.

Eftir að hafa hlustað á hv. þm. þá hef ég bara fengið meiri áhuga á því að kynna mér þetta betur. Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki verið alveg á kafi í þessu síðustu dagana. (JóhS: Ráðherrann ætti nú að gera það.)