Hlutafélög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:52:53 (3271)

2003-01-30 16:52:53# 128. lþ. 69.7 fundur 522. mál: #A hlutafélög# (ársreikningar, samlagshlutafélög) frv., viðskrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:52]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli sem viðskrh. fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.

Í frv. þessu um hlutafélög, sem flutt er samtímis þremur öðrum frv. á sviði félagaréttar, er m.a. gert ráð fyrir vissum breytingum sem snerta ákvæði um ársreikninga vegna þróunar í löggjöf um ársreikninga. Þykir ekki þörf á að útskýra það betur nú heldur vísast til frv.

Þá er gert ráð fyrir nokkrum öðrum minni háttar breytingum á lögum um hlutafélög. Varða þær ma.a. heimild til skráningar á erlendu auðheiti, afnám sérstakrar tilkynningarskyldu til hlutafélagaskrár og samlagshlutafélög.

Hæstv. forseti. Ég tel ekki ástæðu til þess að fara sérstaklega í einstakar greinar frv., en verði það óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir að það hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Ég vænti þess að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til efh.- og viðskn. og 2. umr.