PM fyrir SF

Mánudaginn 03. febrúar 2003, kl. 15:01:50 (3286)

2003-02-03 15:01:50# 128. lþ. 70.95 fundur 395#B PM fyrir SF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 128. lþ.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþingmaður á lista Framsfl. í Reykn., Páll Magnússon, Kópavogi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Siv Friðleifsdóttir.``

Ég býð Pál Magnússon velkominn til starfa.