Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 13:57:20 (3343)

2003-02-04 13:57:20# 128. lþ. 71.8 fundur 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál., 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[13:57]

Forseti (Halldór Blöndal):

Það er ósk samgrh. sem flytur 8. og 9. dagskrármál, samgönguáætlanir, að þau mál verði rædd saman, sbr. 3. mgr. 63. gr. þingskapa.

Á fundi forseta með formönnum þingflokka í gær varð samkomulag um að málin yrðu rædd saman en jafnframt yrði ræðutíminn tvöfaldaður. Það eru allt að 30 mínútur fyrir ráðherra til framsögu en 16 mínútur fyrir þingmenn og aðra ráðherra, tvisvar sinnum fyrir hvern. Ef ekki eru andmæli fer umræðan fram samkvæmt þessu samkomulagi.