Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 16:20:21 (3375)

2003-02-04 16:20:21# 128. lþ. 71.8 fundur 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál., 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[16:20]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég hlustaði með athygli á hv. þm. Halldór Blöndal flytja ræðu sína og get svo sem tekið undir margt af því sem þar kom fram. Margt ákaflega athyglisvert var sagt, fjallað um hin ýmsu mál og þar á meðal málefni kjördæmisins sem við báðir munum væntanlega sinna á komandi kjörtímabili.

Vegna þess að ég hef áður hlustað á hv. þingmann lýsa hugmyndum sínum um hálendisveg norður til að tengja Norðurland við Reykjavík, svokallaðan Norðurveg sem skírður hefur verið svo með stórum staf í ágætri blaðagrein, er spurning mín til hans þessi: Telur hv. þm. Halldór Blöndal að flutningskostnaður til Norður- og Austurlands muni lækka, og þá hve mikið, lækka verulega eða lítið, þegar þessi væntanlegi Norðurvegur sem er stytting um 80--85 km verður orðinn að veruleika hvenær sem það nú verður?