Rannsókn sjóslysa

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 21:24:52 (3437)

2003-02-04 21:24:52# 128. lþ. 71.12 fundur 552. mál: #A rannsókn sjóslysa# (starfshættir rannsóknarnefndar, aðsetur o.fl.) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[21:24]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að frv. sem hér er boðað sé til bóta. Það er aðeins eitt atriði sem ég vildi fá svar við beint. Getur ráðherrann skýrt það örlítið betur þegar hann talar um að veita heimildina til þess að taka upp gömul mál og rannsaka þau á ný?

Sjóslys eins og reyndar önnur slys eru auðvitað alltaf viðkvæm mál og ekki auðvelt að taka þau upp á nýjan leik. Ég vildi spyrja ráðherrann hvort hann gæti skýrt það aðeins betur en mér finnst koma fram í frv. og greinargerðinni hvaða tilvik hann sæi sérstaklega fyrir sér í þessa veru.