Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 14:03:11 (3456)

2003-02-05 14:03:11# 128. lþ. 73.2 fundur 470. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[14:03]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Þar sem hér er verið að ræða um flutning starfa út á land hefðum við kannski gjarnan viljað sjá þau fleiri en ýmislegt hefur samt verið gert og ég held að hv. þingmenn viti það ósköp vel þó að þeir tali hér eins og ekkert hafi verið gert.

Aðeins af því að ég er hér með svar samgrh. til hv. þingmanns, kemur í ljóst að töluvert mörg störf hafa verið flutt frá samgrn. og út á land. Ég ætla að telja upp það sem ég er með fyrir framan mig. Fastir starfsmenn Vegagerðarinnar eru 352, þar af eru 220 starfandi á landsbyggðinni. (Gripið fram í: Nei.) Hér voru 12 störf flutt út á land árið 2001, og árið 2000 voru þau 4, eftir því sem ég les af þessu blaði þannig að ég vísa frá (Gripið fram í.) öllum þessum málflutningi um að engin störf hafi verið flutt út á land. Enn fremur hafa til að mynda fjarvinnslustörf verið flutt út á land frá hv. Alþingi.