Persónulegur talsmaður fatlaðra

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 14:56:21 (3481)

2003-02-05 14:56:21# 128. lþ. 73.5 fundur 498. mál: #A persónulegur talsmaður fatlaðra# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[14:56]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Eins og fyrirspyrjandi hefur sjálfsagt tekið eftir þá er hreyfing á málinu. Ég vil hins vegar hafa sem allra best samráð og samstarf við hagsmunasamtök fatlaðra, þ.e. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Ég tel að það hefði út af fyrir sig, óháð því hvað verður gert í Brussel, verið óhætt að setja þessa vinnu af stað hér. En fyrir mér er það ekki meginatriði heldur að það fáist bara farsæl lausn á þessu og réttindagæsla fatlaðra verði tryggð sómasamlega. Ég vonast til þess að svo verði. Ég veit ekki hvort ég hef tækifæri til þess að fylgja því á leiðarenda. En það er búið að ganga svo frá að ég verði ekki eilífur augnakarl í félmrn. eins og hv. þm. veit.