Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 12:53:47 (3544)

2003-02-06 12:53:47# 128. lþ. 74.5 fundur 550. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (vinnutímatilskipun, EES-reglur) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[12:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er bara spurning um hvað heilsugæslan í landinu ræður við. Ég er sannfærður um að úti á landi muni heilsugæslan alfarið sinna þessum verkefnum. Hér á Reykjavíkursvæðinu er því miður ástandið þannig að ekki eru horfur á því að heilsugæslan geti að svo komnu máli annað þessu alfarið og þá yrði þetta meira og minna dauður bókstafur á því svæði.

Auðvitað kostar það peninga hvað varðar unglæknana. Það er verið að leita leiða til þess að ekki þurfi að nota þennan frest sem innbyggður er í frv.