Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 14:55:56 (3575)

2003-02-06 14:55:56# 128. lþ. 74.8 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[14:55]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Heldur voru þessi svör rýr hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni. Hann sagði að það væru margar hugmyndir, það væru ýmsar hugmyndir, en hann kom nánast ekki með nein einustu úrræði, ekki nein einustu.

Ég spyr hann aftur: Hverjar eru þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að standa við bakið á íslenskum bændum?