Brot á reglugerð um grásleppuveiðar

Mánudaginn 10. febrúar 2003, kl. 15:29:45 (3659)

2003-02-10 15:29:45# 128. lþ. 75.1 fundur 417#B brot á reglugerð um grásleppuveiðar# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 128. lþ.

[15:29]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir svarið og að hann ætli að grennslast fyrir um þetta. En málið er að þetta er búið að vera á opnum síðum Morgunblaðsins á hverjum degi undanfarið þar sem gerð er grein fyrir lönduðum afla. Ég hélt að það færi ekki fram hjá mönnum sem eru með málaflokkana hvernig þetta stendur. Mér þykir ótrúlegt að það skuli gerast en menn eru önnum kafnir og mega ekki vera að því að fylgjast með þessu litla. En það eru verulegar líkur á því að landanir á þessari fisktegund hafi veruleg áhrif á þá aðila sem eiga afkomu sína undir veiðum á hrognkelsum. Þess vegna er verið að vekja máls á þessu og ég þakka aftur fyrir að á þessu máli skuli verða tekið. Það er ástæða til.