Skráning skipa

Mánudaginn 10. febrúar 2003, kl. 17:39:23 (3688)

2003-02-10 17:39:23# 128. lþ. 75.29 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 128. lþ.

[17:39]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan hefur um 25 fiskiskipum verið flaggað út á sl. fimm árum. Ég spyr á móti: Vill hv. þm. Jón Bjarnason frekar að útgerðin þurfi að borga á bilinu 5--7 milljónir og eiga enn fremur á hættu verða ekki flaggað inn aftur, frekar en að gera henni kleift að fá að gera eins og hér er lagt til? Eigum við ekki að rýmka lagarammann fyrir þessi fiskiskip til að geta sótt tækifæri annað? Þau standa vissulega til boða. Við sjáum t.d. Færeyinga nýta sér þetta með góðum árangri.