Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu

Fimmtudaginn 13. febrúar 2003, kl. 13:30:32 (3836)

2003-02-13 13:30:32# 128. lþ. 79.4 fundur 597. mál: #A nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu# (breyting ýmissa laga) frv., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 128. lþ.

[13:30]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Virðulegi forseti. Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, tók gildi 1. júní árið 2002. Af þeim ástæðum var nauðsynlegt að breyta íslenskri löggjöf og var það að stórum hluta gert með frv. því sem síðar varð að lögum nr. 76/2002. Ljóst var hins vegar að gera þyrfti breytingar á fleiri lögum af þessum ástæðum. Úr því er bætt með frv. því sem liggur fyrir á þskj. 958 og ber heitið frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu. Hér er um svokallaðan bandorm að ræða, því frv. tekur til breytinga á lögum sem heyra undir nokkur ráðuneyti, en frv. er unnið í samvinnu þessara ráðuneyta og utanrrn.

Virðulegi forseti. Að lokinni þessari umræðu legg ég til að málinu verði vísað til 2. umr. og hæstv. utanrmn.