Skráning skipa

Mánudaginn 17. febrúar 2003, kl. 15:18:34 (3881)

2003-02-17 15:18:34# 128. lþ. 80.17 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv. 10/2003, GAK
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 128. lþ.

[15:18]

Guðjón A. Kristjánsson (frh.):

Herra forseti. Mætti ég fá upplýsingar um það hvort hæstv. ráðherra samgöngumála verður hér viðstaddur eða hæstv. sjútvrh. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÍGP): Forseti vill láta þess getið að samgrh. er á leiðinni til þings.)

Má ég þá ekki fresta ræðu minni, herra forseti, þangað til hann er kominn?

(Forseti (ÍGP): Fyrir u.þ.b. fimm mínútum hringdum við í samgrn. Þá var hæstv. samgrh. um það bil að leggja af stað. Forseti telur því fulla ástæðu til þess að hv. þm. haldi áfram ræðu sinni.)

Herra forseti. Þessari ræðu var frestað síðast vegna þess að ég vildi að hæstv. ráðherra væri viðstaddur. Ég ætla að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Ef beinlínis er mælst til þess að ég haldi áfram ræðu minni þá yrði það aðallega til að lengja mál mitt, herra forseti, þannig að þú ræður þessari för.

(Forseti (ÍGP): Forseta er vandi á höndum en ákveður að fresta fundi í fimm mínútur.)

Takk.