Skráning skipa

Mánudaginn 17. febrúar 2003, kl. 16:15:23 (3894)

2003-02-17 16:15:23# 128. lþ. 80.17 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv. 10/2003, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 128. lþ.

[16:15]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get svarað því með fáum orðum að ég tel að það komi ekki til greina að leyfa erlendum útgerðum að hefja veiðar í lögsögu okkar, það er ekki á dagskrá. Þetta frv. felur það ekki í sér. Það kann vel að vera að önnur ríki sækist eftir því að fá fiskveiðiþjóðina Ísland, þ.e. útgerðarmenn og öfluga sjómenn, til þess að nýta fiskimið innan sinnar lögsögu. Við erum fullfær um að nýta auðlindir okkar hafsvæða fullkomlega og þurfum ekki að gera neina gagnkvæma samninga á þeim nótum. Það er ekki á dagskrá og ég vona að svo verði ekki.