Framboð á leiguhúsnæði

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 15:06:13 (3934)

2003-02-18 15:06:13# 128. lþ. 81.17 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[15:06]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Í rauninni er engu við þetta að bæta. Við erum alveg sammála. Það er hægt að fara mismunandi leiðir í tæknilegri útfærslu til þess að endurreisa félagslegt húsnæðiskerfi. Við erum ekki á þeirri skoðun að snúa klukkunni til baka þó mjög margt gott hafi verið í því kerfi sem við bjuggum við, heldur finna nýjar lausnir. Ég held að við séum að feta okkur inn í farveg sem geti fært okkur slíkar lausnir. Til þess þarf víðtækt samstarf eins og hv. þm. nefndi, verkalýðshreyfingar, stjórnmálaflokka, sveitarfélaga og ríkisvalds, og þá skiptir náttúrlega öllu hver heldur þar um stjórnartaumana og við erum svo ljónheppin að það verður kosið í vor.