Milliliðalaust lýðræði

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 16:22:58 (3949)

2003-02-18 16:22:58# 128. lþ. 81.20 fundur 577. mál: #A milliliðalaust lýðræði# þál., Flm. BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[16:22]

Flm. (Björgvin G. Sigurðsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. alþm. Halldór Blöndal spurði mig hvernig mér hefði þótt til takast með framkvæmd umræddrar kosningar um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni, ekki sérstaklega um efni þeirrar atkvæðagreiðslu. Það er allt annað mál. Mér þótti framkvæmdin takast ákaflega vel og auðvitað er það Reykjavíkurborgar sjálfrar að ákveða hvort hún spyr íbúa sína hvar þeir vilji hafa flugvöllinn áður en hún gengur svo til viðræðna við ríki og aðra sem að flugvallarrekstrinum koma um hvar hann eigi að vera, enda var ekki kosið um það, herra forseti, hvar flugvöllurinn ætti að vera, hvort hann ætti að færast innan borgarmarkanna eða til hliðar við Reykjavík eða eitthvað út á land. Um það var ekki kosið heldur var kosið um það hvort íbúar Reykjavíkur vildu hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni áfram eða ekki.