Innflutningur dýra

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 17:06:10 (3958)

2003-02-18 17:06:10# 128. lþ. 81.22 fundur 249. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., Flm. ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[17:06]

Flm. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að hæstv. landbrh. sagði að persónulega teldi hann ekki grundvöll fyrir rekstri annarrar stöðvar en í Hrísey. Engu að síður fór hann í að kanna þetta og ég veit að hann lagði mikla vinnu fyrir hönd ráðuneytisins í það og mætti með sitt fólk eða sendi sitt fólk, m.a. ráðuneytisstjóra, yfirdýralækni og fleiri, á fund Hundaræktarfélagsins. En síðan, í þessi tvö ár, hefur bara ekkert gerst. Til þess leggjum við fram þetta frv., til þess að hæstv. ráðherra verði skyldaður til þess að veita leyfi til reksturs slíkra stöðva, þar sem sú vinna sem okkur var tjáð að færi fram í ráðuneytinu hefur ekki farið fram enn sem komið er. Engu að síður eru vísbendingar, frekar ljósar en óljósar, um að þessi reglugerð verði lög fram nú á næstu vikum.