Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 18:26:30 (3979)

2003-02-18 18:26:30# 128. lþ. 81.21 fundur 207. mál: #A stjórnarskipunarlög# (landið eitt kjördæmi) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[18:26]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ósammála hv. þm. hvað áhrifin varðar. Ég tel reyndar að það sé hægt að koma við algerlega mannavali í röð þó að landið væri gert að einu kjördæmi ef menn vildu það viðhafa. Ég hef hins vegar fyrirvara um að slíkt sé skynsamlegt.

Ég held hins vegar að hugmynd hv. þm. um að menn geti kosið fleiri en einn flokk sé svolítið merkileg. Ekki get ég skrifað upp á hana þó ég geti viðurkennt að það gæti verið þægilegt fyrir suma flokka þessa dagana að geta gefið mönnum færi á því að kjósa fleiri en einn flokk eins og hv. þm. var að nefna. Kannski hefur hann verið að velta fyrir sér hvort hægt væri að leysa vandamál á Suðurlandi með slíkum aðferðum.