Stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 13:49:55 (3987)

2003-02-19 13:49:55# 128. lþ. 83.1 fundur 505. mál: #A stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[13:49]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er rétt að nota þetta tækifæri til að fagna því að hæstv. ráðherra er búinn að taka þessa ákvörðun og ná samkomulagi við sveitarstjórnirnar um framhald málsins. Sú yfirlýsing hans að fjárskortur muni ekki há verkefninu er líka mjög mikils virði. Hæstv. samgrh. nefndi það áðan að vel hefði verið unnið að undirbúningnum. Mér er kunnugt um það og veit að allur undirbúningur var til staðar þegar verið var að fjalla hér um fjárlög. Það hefði verið hægt að taka á þessu máli þá en þá virtist vanta eitthvað upp á pólitískan vilja til að gera það. Sem betur fer er þessi pólitíski vilji núna fyrir hendi og það er ekki nema allt gott um það að segja að menn skuli vera búnir að taka ákvörðunina um að hrinda þessum málum í framkvæmd.

Það er mikil samstaða um að fara eigi í þetta verkefni þarna fyrir vestan og það er grunur minn (Forseti hringir.) að þannig muni það verða alls staðar um landið, að slíka skóla verði menn að hafa (Forseti hringir.) til þess að viðhalda byggðum landsins.