Stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 14:07:44 (3999)

2003-02-19 14:07:44# 128. lþ. 83.2 fundur 524. mál: #A stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[14:07]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Eins og menntmrh. greindi frá er Mosfellsbær þátttakandi í Borgarholtsskóla. Ef við lítum hins vegar á framtíðina er gert ráð fyrir mjög mikilli fjölgun fólks í Mosfellsbæ á næstu sex, átta árum allt upp í 4.000 manns, þá er auðvitað augljóst að menn eru að huga að þeim málum þar, og í þeirri uppbyggingu sem hlýtur að verða á höfuðborgarsvæðinu í næstu framtíð er þetta einn af þeim kostum sem hlýtur að koma til greina varðandi þá uppbyggingu, og auðvitað hlýtur þá frumkvæðið að koma frá Mosfellsbæ sjálfum.