Embætti umboðsmanns neytenda

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 15:02:20 (4022)

2003-02-19 15:02:20# 128. lþ. 83.6 fundur 532. mál: #A embætti umboðsmanns neytenda# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[15:02]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er hreyft brýnu máli er varðar hagsmuni neytenda. Árið 1999 var skilað skýrslu um stefnumörkun í málefnum neytenda sem þáv. viðskrh. hafði sett á laggirnar. Þar er einmitt fjallað um umboðsmann neytenda og kemur fram að Samkeppnisstofnun geti ekki tekið afstöðu til hagsmunagæslu fyrir einn aðila markaðarins gegn öðrum. Bent er á að það séu fyrst og fremst hagkvæmnisrök að baki því að neytendamáladeild sé undir Samkeppnisstofnun.

Við höfum staðið okkur illa í þessum málum, virðulegi forseti. Neytendasamtök á Norðurlöndunum fá 85% af sínu rekstrarfé frá ríki. Hér fá þau 15%. Það þarf að taka á í þessu máli. Fyrsta skrefið gæti verið að fara yfir þessa skýrslu.