Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 11:37:27 (4057)

2003-02-26 11:37:27# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[11:37]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki rétt hjá hv. þm. að ekki hafi verið farið að lögum. Ég vil hvetja hinn ötula hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur til að kynna sér lög um mat á umhverfisáhrifum. Ráðherrann, hvort sem það er ráðherra Framsfl. eða annars, hefur fullt leyfi og fullt vald samkvæmt lögum til þess að úrskurða í málinu. Það veit hv. þm. og ég vara við því, þó að ég skilji tilfinningar hv. þm. og virði þær þó að ég sé ósammála afstöðu þingmannsins, að koma hér upp og halda fram því sem rangt er vegna þess að þingmaðurinn veit betur.

Hv. þm. á líka alla kosti á því að koma sjónarmiðum sínum fram í minnihlutaáliti. Umhvn. fær ákveðna beiðni frá iðnn., og umhvn. getur gert hvaðeina sem hún vill. Og hv. þm. hefur öll tök á því að koma sjónarmiðum sínum að í nál. og í ræðu og efa ég ekki eitt augnablik að hv. þm. mun liggja á skoðunum sínum í umræðum hér í dag.