Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 23:53:42 (4124)

2003-02-26 23:53:42# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[23:53]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. að einstaka hópar úti á landi hafa verið að mótmæla þessu verki, að mér skilst. Ég var ekki á þeim stöðum og maður verður að byggja upplýsingar á því sem maður sér í fréttum. Fyrir austan var hópur sem mótmælti. Hann var ekki mjög fjölmennur. Var hann 20 manns eða voru þeir 30? Ég held að hann hafi ekki verið fjölmennari.

Það er sannarlega rétt að hópar hafa komið saman til að mótmæla og við höfum séð það úti á Austurvelli. Þeir hafa ekki verið mjög fjölmennir. Þeir fjölmenntu hins vegar í Ráðhúsið þegar borgarstjórn Reykjavíkur ræddi um ábyrgðina gagnvart lántökunni.

Ég vísa til þess sem ég sá þar með eigin augum og heyrði á fólki. Þar fóru málin úr böndunum. Þar fóru umhverfissinnar í hópnum, eins og svo oft gerist, og settu svartan blett á þá sem ábyggilega voru í friðsamlegum tilgangi að mótmæla þessu verki. En menn gengu þar allt of langt.