Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 23:56:14 (4127)

2003-02-26 23:56:14# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, Frsm. 2. minni hluta ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[23:56]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Árni Steinar Jóhannsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil gera aðra tilraun til að spyrja hv. þm. að því hvort hann hafi haft góða reynslu af því, eins og hann fullyrðir að verði með samfélagið á Austurlandi, að atvinnulífi í hans heimabyggð þar sem hann stjórnaði um árabil væri miðstýrt. Í því samfélagi, þrátt fyrir miklar opinberar aðgerðir, hefur fólki þar fækkað svo nemur hundruðum. Núna búa þar rétt um 1.500 manns.

Mér finnst skrýtið að hv. þm. Kristján L. Möller skuli ekki velta þessum málum fyrir sér út frá reynslu sinni sem sveitarstjórnarmaður á Siglufirði og e.t.v. að opna augun fyrir því að innspýting af þessu tagi er ekki leiðin sem á að fara í uppbyggingu á atvinnulífs úti á landi.