Fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:32:53 (4264)

2003-03-03 15:32:53# 128. lþ. 86.1 fundur 456#B fjárfestingar lífeyrissjóðanna# (óundirbúin fsp.), PBj
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:32]

Pétur Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. svarið. Ég heyri að hann tekur undir það sjónarmið mitt að gæta þurfi þess að lífeyrissjóðir ávaxti fé okkar með þeim hætti sem viðunandi er. Það er vissulega rétt sem hann segir. Það er ekki allt gull sem glóir í þeim efnum.

Ég kem því hér með á framfæri og vona að hæstv. fjmrh. taki það til athugunar. Séu hömlur á því að lífeyrissjóðir geti fjárfest á þennan hátt mætti skoða hvort ekki væri rétt að létta þeim af. Ég heyri að hæstv. ráðherra getur ekki svarað þessu til hlítar hér og nú en beini því til hans að þetta mál verði kannað og hvort sá kostur, sem að margra áliti er mjög vænlegur, að lífeyrissjóðir varðveiti hluta sinn í gullforða sem að auki mundi styðja gullfót Seðlabankans, er fyrir hendi.