Fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:34:03 (4265)

2003-03-03 15:34:03# 128. lþ. 86.1 fundur 456#B fjárfestingar lífeyrissjóðanna# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:34]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég held að ég geti bætt við að fjárfesting í gulli er ekki endilega sá happafengur sem hv. þm. gaf í skyn. Það eru auðvitað ákveðnar ástæður fyrir því að fyrir löngu er hætt að miða gengi gjaldmiðla við gullfót. Gull er málmur sem framleiddur er á ákveðnum landsvæðum þar sem eru gullnámur. Hann er unninn til iðnaðarframleiðslu í stórum stíl. Sjálfsagt göngum við mörg hver með slíkan málm í tönnunum, aðrir á fingrum sér. Gull er í eðli sínu ekki endilega besti varðveislustaðurinn fyrir verðmæti. En það getur vel verið að við tilteknar aðstæður sé heppilegt að fjárfesta í gulli. Ég bendi hins vegar á að ýmsir seðlabankar í heiminum hafa verið að selja frá sér gullforðann smátt og smátt, koma honum á markað. Þau viðskipti hafa verið að þróast á undanförnum árum.