Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:41:47 (4267)

2003-03-03 15:41:47# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:41]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við höfum í löngu máli gert grein fyrir því hve áhættusamt verkefni er farið í með byggingu álvers við Reyðarfjörð. Bygging Kárahnjúkavirkjunar er nauðsynleg forsenda álvers við Reyðarfjörð. Bygging Kárahnjúkavirkjunar leiðir af sér gríðarleg óafturkræf náttúruspjöll. Fyrir því hafa verið færð mörg rök.

Mengun af völdum álversins verður umtalsverð og í raun miklu meiri en við gerðum okkur grein fyrir í fyrstu. Verkefnið hefur í för með sér gríðarlega áhættu fyrir Landsvirkjun og ruðningsáhrif framkvæmdanna verða að öllum líkindum mikil. Þau munu hafa alvarleg áhrif á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar. Ég segi því já.