Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:54:40 (4276)

2003-03-03 15:54:40# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:54]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég hef þá misheyrt. Ég taldi að forseti væri að segja að það væri verið að greiða atkvæði aftur að 11. lið og ætlaði sérstaklega að skýra afstöðu mína til þess töluliðar, 11. tölul., sem ég hef varað sérstaklega við, um að fyrirtækinu séu um alla framtíð algjörlega tryggðar heimildir til þess að draga allan vaxtakostnað frá tekjum áður en til skattlagningar kemur. Þetta er alkunn skattundanskotsaðferð fjölþjóðafyrirtækja, að undirfjármagna dótturfyrirtæki í fjarlægum löndum og draga arðinn úr landi í gegnum óheyrilegan vaxtakostnað vegna þess að fyrirtækið er skuldsett og ber mikinn kostnað af því tagi. Ég tel að 11. tölul. 6. gr. sé sérstaklega varasamur í þessu sambandi. Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum þarf að tryggja þetta fyrirtæki svona rækilega í bak og fyrir, sníða og klæðskerasauma utan um það alls konar skattaívilnanir. Það er eins og það þurfi að vera með bæði belti og axlabönd í öllum tilvikum.