Stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 18:28:38 (4310)

2003-03-03 18:28:38# 128. lþ. 86.11 fundur 648. mál: #A stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins# (sala á eignarhluta ríkissjóðs) frv. 62/2003, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[18:28]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað gæti maður deilt þessum áhyggjum sem fram koma. Hins vegar verður fyrirtækið auglýst að samþykktu því frv. sem hér liggur fyrir. Ég geri ráð fyrir því að við sölu á fyrirtækinu sé möguleiki á því að setja ákveðin skilyrði þannig að þessi staða komi ekki upp. Að öðru leyti auðvitað að óbreyttu gæti maður deilt þessum áhyggjum. En ég vonast til að þannig takist til við sölu á þessu fyrirtæki að innlendir hagsmunaaðilar, sem mér skilst að hafi áhuga á málinu, eignist fyrirtækið með það fyrir augum að framleiða sement og halda hér uppi samkeppni við þann aðila sem hefur hafið innflutning á sementi.