Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 04. mars 2003, kl. 14:21:34 (4325)

2003-03-04 14:21:34# 128. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 128. lþ.

[14:21]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Nei, en ég mundi sætta mig miklum mun betur við niðurstöðuna og teldi að það væri auðveldara fyrir okkur öll, bæði andstæðinga og fylgjendur málsins að lifa við hana því þá værum við alla vega viss um að því stóra slysi hefði verið afstýrt að þessum framkvæmdum hefði verið troðið í gang í andstöðu við mögulegan meirihlutavilja þjóðarinnar. Ég vil spyrja hv. þm. á móti: Ef niðurstaðan yrði gagnkvæm, ef þjóðin felldi málið, yrði hann þá ekki líka glaður vegna þess að þessu stóra slysi hefði þá verið afstýrt?