Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 04. mars 2003, kl. 15:30:04 (4335)

2003-03-04 15:30:04# 128. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 128. lþ.

[15:30]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að úrskurðurinn kveður á um skyldur framkvæmdaraðila til að hafa samráð um þessa viðbótarvöktun eftir að virkjunin hefur hafið störf eða eftir að hún er tilbúin. En að sjálfsögðu kemur ekkert í veg fyrir að settur sé kraftur í þessa vöktun og Náttúrustofa Austurlands leiti þá eftir auknum tilstyrk til þess að vinna slíkt á framkvæmdatímanum. Ég tel að það þurfi ekki að koma í veg fyrir það að kraftur sé settur í þessi mál á framkvæmdatímanum, en til þess kann að þurfa meira afl fyrir Náttúrustofuna. Ég þekki þar örlítið til mála þó ég sé ekki þar stjórnarmaður lengur þannig að ég þykist vita að þar þurfi þá til að koma eitthvað fleiri starfskraftar ef þess er þörf, en ekkert kemur í veg fyrir það að sjálfsögu. Það er framkvæmdaraðili sem hefur þessar skyldur samkvæmt úrskurðinum, að koma þarna inn eftir að virkjunin er tekin til starfa.