Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 04. mars 2003, kl. 15:31:38 (4336)

2003-03-04 15:31:38# 128. lþ. 87.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 128. lþ.

[15:31]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Framkvæmdaraðili á að sjá um vöktun eftir að starfstími virkjunarinnar hefst. En þetta er hugsanlega eitt af mörgu í úrskurði hæstv. umhvrh. sem þarf að fylgja betur eftir. Ég hef áður sagt að sumar mótvægisaðgerðir verði óframkvæmanlegar. En í þessu tilfelli er nauðsynlegt að vakta á framkvæmdatímanum. Til þess þarf Náttúrustofa Austurlands fjármagn, þ.e. til þess að setja starfsmann í þessa vöktun. Það fjármagn hefur hún ekki í dag. Mér heyrðist að hæstv. umhvrh., settur iðnrh., sé tilbúinn til þess að styðja það að staðið sé myndarlega að vöktuninni og að fjármagn til starfans verði tryggt nú þegar.