Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 13:54:06 (4369)

2003-03-05 13:54:06# 128. lþ. 88.5 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 128. lþ.

[13:54]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Mönnum hefur verið tíðrætt um loftslagsbreytingar í þessari umræðu en það er nú þannig að aukning er á álframleiðslu í heiminum og hún er aðallega drifin með kolum. Ef sama álver sem hér er greitt atkvæði um væri drifið með kolum kæmi meira af gróðurhúsalofttegundum frá því heldur en kemur frá öllum Íslendingum til samans í dag. Við erum því að spara meira en Íslendingar losa í framtíðinni fyrir kynslóðir okkar. Að sjálfsögðu segi ég já við því.