Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 13:55:24 (4371)

2003-03-05 13:55:24# 128. lþ. 88.5 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, PBj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 128. lþ.

[13:55]

Pétur Bjarnason:

Herra forseti. Ég er hlynntur áformum um byggingu álverksmiðju í Reyðarfirði og hef þegar geitt atkvæði með þeim tilgangi þessa frv. við afgreiðslu málsins eftir 2. umr. Í 6. gr. frv. eru hins vegar ákvæði varðandi framkvæmdina sem rædd hafa verið í iðnn. og efh.- og viðskn. Frjálslyndi flokkurinn á ekki fulltrúa í þessum nefndum og hefur ekki haft aðstöðu til þess að kynna sér og meta þær upplýsingar sem þar hafa komið fram. Því treysti ég mér ekki til að meta eða bera ábyrgð á ákvæðum þeirrar greinar og greiði því ekki atkvæði um frv. í heild.