Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 13:56:09 (4372)

2003-03-05 13:56:09# 128. lþ. 88.5 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 128. lþ.

[13:56]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Ég tel að bygging álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun valdi ómældum spjöllum á viðkvæmri náttúru Íslands sem að auki eru eitt stærsta ósnortna víðerni í Evrópu. Í Reyðarfirði er logn svo til helminginn af tímanum og við slíka staðhætti mun mengun geta valdið lungnaveiku fólki, gömlu fólki og smábörnum heilsutjóni. Öll rök um það að við Íslendingar verðum að fórna óvirkjuðu vatnsafli okkar í þágu heimsins til að ekki þurfi að framleiða ál með kolum eða olíu falla um sig sjálf þegar við lítum á það að við byggingu þessa álvers mun Alcoa leggja niður þrjú álver í Bandaríkjunum, þar af tvö sem hafa vatnsmiðlunarlón. Ég segi því nei, herra forseti. Mér er ljóst að flestir hv. þingmenn eru á annarri skoðun en ég í þessu máli en ég vil leggja áherslu á fegurðina, heilsuna, hugvitið og umhverfi okkar og vil halda í það.