Komugjöld á heilsugæslustöðvum

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 14:29:23 (4387)

2003-03-05 14:29:23# 128. lþ. 89.3 fundur 609. mál: #A komugjöld á heilsugæslustöðvum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[14:29]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Kristján Pálssyni fyrir fyrirspurnina sem hann lagði fram, taka undir með honum og lýsa áhyggjum yfir þeirri stöðu sem heilsugæslan er í á Suðurnesjum. Þar er nú einungis starfandi einn læknir á 17 þúsund manna svæði.

Ástæðan fyrir því að ég bað um orðið var fyrst og fremst sú að ég skildi hv. þm. Kristján Pálsson þannig að hann hefði lýst því yfir að hann teldi að ekki ætti að taka nein komugjöld á heilsugæslustöðvum. Ég átti von á að hæstv. ráðherra kæmi inn á þetta og skýrði hvernig á því stendur. Hugsanlega er þetta einhver misskilningur hjá mér og þá leiðréttist það. Ég átti von á að það yrði skýrt en ég vænti þess að hæstv. ráðherra skýri þennan mismun í næstu ræðu sinni.