Greiðslur Tryggingastofnunar fyrir sjúkranudd

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 14:52:07 (4398)

2003-03-05 14:52:07# 128. lþ. 89.5 fundur 616. mál: #A greiðslur Tryggingastofnunar fyrir sjúkranudd# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[14:52]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir fsp. um hvort áformað sé að Tryggingastofnun ríkisins taki þátt í að greiða hluta kostnaðar sjúklinga við sjúkranudd. Mér finnst mikilvægt að við skoðum gaumgæfilega, þegar verið er að semja við nýjar stéttir um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins við fyrirbyggjandi aðgerðir. Horfum ekki eingöngu á framhaldsmeðferð eða læknisaðgerðir. Við ættum einnig að skoða fyrirbyggjandi þætti. Það getur sparað heilbrigðiskerfinu meiri fjármuni að greiða niður sjúkranudd, geti það komið í veg fyrir að sjúkdómar verði langvinnir og erfiðir í meðferð.