Þjálfun fjölfatlaðra barna

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 15:35:59 (4415)

2003-03-05 15:35:59# 128. lþ. 89.8 fundur 584. mál: #A þjálfun fjölfatlaðra barna# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[15:35]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. fyrirspyrjanda að í ýmsum tilvikum þarf að fara með barnið á milli sérfræðinga eða milli stofnana. Þessi þjónusta er ekki veitt inni á leikskólanum svo sem væntanlega hefur meiningin í lögunum eða við lagasetninguna. En það er hængur þar á. Það getur verið ákaflega snúið að koma því við, a.m.k. þar sem byggð er dreifð og tilfelli fá, að veita þessa þjónustu. Af praktískum ástæðum (Gripið fram í.) hefur þetta vinnulag verið tíðkað. Ég veit að það gegnir nokkuð öðru máli á höfuðborgarsvæðinu og það getur vel verið að ástæða sé til þess að endurskoða hvort ekki væri eðlilegra að reyna að veita þessa þjónustu meira inni á leikskólunum en gert hefur verið.