Fjáraukalög 2003

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 11:32:40 (4451)

2003-03-06 11:32:40# 128. lþ. 90.2 fundur 653. mál: #A fjáraukalög 2003# (aðgerðir í atvinnu- og byggðamálum) frv. 58/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[11:32]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vissulega fagna ég því að það skuli vera uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. En ég kvarta undan því að í þessu frv. berum við skarðan hlut frá borði. Ég minni á að landið allt hefur ákveðnar skyldur gagnvart höfuðborginni, þ.e. að hér sé byggt upp og hér séu menningarstofnanir fyrir alla þjóðna. Það er ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið.

Það er rétt að kallað verður eftir vinnuafli af höfuðborgarsvæðinu þegar framkvæmdirnar verða á næstunni, sem betur fer. En því miður er hér aðallega um að ræða karlastörf. Konur eru nánast algjörlega afskiptar í þeim atvinnutækifærum sem hér er verið að byggja upp. Ég minni á það einnig að menntafólk ber líka skarðan hlut frá borði við þessar aðgerðir höfuðborgarinnar því að þessi störf í vegagerðinni eru að mjög miklu leyti störf verkamanna og iðnverkafólks en ekki að sama skapi menntamanna og konurnar eru mjög fáar sem fá störf vegna þessara aðgerða.