Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 17:20:55 (4513)

2003-03-06 17:20:55# 128. lþ. 90.4 fundur 671. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# (stækkun, skattlagning) frv. 85/2003, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[17:20]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Það eru útúrsnúningar hjá hæstv. iðnrh. að tala um að Vinstri hreyfingin -- grænt framboð sé þeirrar skoðunar að gufuaflsvirkjanir eða jarðhitavirkjanir séu betri en aðrar virkjanir. Við höfum alls ekki sagt neitt á þá lund. Við höfum hins vegar talið að við ættum ekki að virkja í svo miklu offorsi til stóriðju. Það þýðir ekki að við getum ekki virkjað í þessu landi. Það hefur aldrei komið neitt annað fram.

Við förum í næsta mál, varðandi virkjanaleyfin á eftir. Þá gefst betra tóm til að ræða þessi mál frekar. Ég ætla því ekki að hafa þessi orð fleiri.