Þriðja kynslóð farsíma

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 21:33:56 (4557)

2003-03-06 21:33:56# 128. lþ. 90.8 fundur 659. mál: #A þriðja kynslóð farsíma# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[21:33]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ánægður með að hæstv. ráðherra lítur ekki þannig á að þetta hamli í neinu nýrri tækni eða tækniþróun sem heldur áfram á þessu sviði. En hæstv. ráðherra hefur ekki gert fleiri tilraunir til að sannfæra mig um að hin svokallaða útboðsleið eigi einhvern sérstakan rökstuðning og ekki sé hægt að ná fram þeim markmiðum sem menn vilja ná með uppboði. Þannig gætu menn valið á milli aðila með eðlilegum leikreglum.

Ég endurtek að ég öfunda ekki eftirmann hæstv. ráðherra á ráðherrastóli í þessum efnum sem þarf að handvelja þá sem eiga að taka að sér þessa þjónustu.