Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10:43:40 (4568)

2003-03-10 10:43:40# 128. lþ. 93.12 fundur 548. mál: #A opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi# (eftirlitslistar) frv. 50/2003, Frsm. EKG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[10:43]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu er lagt til að stjórnvöldum verði veitt heimild til að stöðva eða koma í veg fyrir hvers konar fjármagnsflutning fyrir nafngreinda einstaklinga og lögaðila sem taldir eru upp í alþjóðlegum samþykktum sem Ísland er aðili að. Tilkynningar um skuldbindingar Íslands í þessu sambandi berast utanríkisráðuneytinu reglulega. Eðlilegt þykir að utanríkisráðuneytið taki afstöðu til þess hvaða skuldbindingar hvíli á Íslandi að þessu leyti og komi því á framfæri við Fjármálaeftirlitið að hve miklu leyti er skylt að birta slíkar tilkynningar á Íslandi.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn úr efh.- og viðskn. eins og rakið er í nefndaráliti.