Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 11:25:54 (4577)

2003-03-10 11:25:54# 128. lþ. 93.18 fundur 687. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# (biðlaunaréttur starfsmanna) frv. 38/2003, Frsm. HjÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[11:25]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159/2002. Ég mæli fyrir hönd iðnn. því að það er iðnn. sem flytur þetta mál.

Tilefni þess að nefndin flytur þetta frv. er að skömmu fyrir áramót var það eitt af síðustu verkum þingsins að samþykkja lög um stofnun hlutafélags um Norðurorku. Þá kom fram, m.a. í framsöguræðu hæstv. iðnrh. sem og í nál. frá meiri hluta iðnn., að markmið frv. væri að starfsmenn héldu réttindum sínum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Um það var ekki deilt og samkomulag um það.

Það hefur síðan komið í ljós, herra forseti, að efasemdir kunni vera um að texti laganna, eins og þau voru afgreidd frá hv. Alþingi, haldist gagnvart þeim markmiðum sem ég lýsti hér. Þess vegna, í ljósi vilja þingsins, flytur nefndin þetta frv. núna. Frv. snertir einkum biðlaunarétt fastráðinna starfsmanna Norðurorku, þ.e. þeirra fastráðnu starfsmanna sem voru þar við stofnun hlutafélagsins.

Að öðru leyti þarf ekki meira um þetta að segja og vísa ég í þskj. 1119 um þetta mál.