Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 11:41:52 (4583)

2003-03-10 11:41:52# 128. lþ. 93.21 fundur 538. mál: #A Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins# (heildarlög) frv. 83/2003, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[11:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur fyrir undirtektir við þessari ósk. Ég er sammála henni um það að ég efast um að það verði gerðar miklar breytingar á málinu. Það var afgreitt í sátt og með fullkomlega eðlilegum vinnubrögðum. Ég var ekki að gagnrýna þau, alls ekki, en fagna því að málið skuli fara til nefndarinnar aftur. Við skoðum það í ljósi þessara umsagna sem vissulega komu eftir að frestur var útrunninn en engu að síður tel ég eðlilegt og fagna því að við förum aðeins yfir þær áður en málið verður afgreitt frá þinginu.