Umhverfismengun af völdum einnota umbúða

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 11:50:03 (4587)

2003-03-10 11:50:03# 128. lþ. 93.25 fundur 543. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða# (hækkun umsýsluþóknunar) frv. 20/2003, Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[11:50]

Frsm. umhvn. (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá umhvn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.

Í umfjöllun sinni um málið fékk nefndin á sinn fund nokkra aðila og leitaði umsagna frá ýmsum umsagnaraðilum.

Í frumvarpinu er lagt til að umsýsluþóknun Endurvinnslunnar af umbúðum úr stáli, gleri og plastefni verði hækkuð í samræmi við breytingu sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs frá árinu 2000. Fjárhæð umsýsluþóknunar var þá lögfest en vísitalan hefur hækkað um 13% frá þeim tíma.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Gunnar Birgisson og Jóhann Ársælsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. rita Magnús Stefánsson, Kristján Pálsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Katrín Fjeldsted, Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta Möller og Ísólfur Gylfi Pálmason.