Heilbrigðisþjónusta

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 21:02:51 (4643)

2003-03-10 21:02:51# 128. lþ. 94.33 fundur 453. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (stofnkostnaður, stjórnir stofnana o.fl.) frv. 78/2003, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[21:02]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Bara rétt í lokin til að hafa það á hreinu. Ég sagði ekki að það fyrirkomulag sem hv. heilbr.- og trn. leggur til núna væri skömminni skárra en það sem er í dag. Það er ekki. Ég sagði að það væri skömminni skárra en það sem ráðherrann leggur til, þ.e. að leggja þetta allt niður. Að því leytinu til get ég hælt heilbr.- og trn. fyrir það verk sem hún hefur gert, þó að ég taki það skýrt fram sem ég sagði áðan að ég tel að það hefði samt sem áður verið betra fyrirkomulag að halda þessu óbreyttu með þeim breytingum þó milli ríkis og sveitarfélaga um þessa þrjá fulltrúa. Þannig að það sé alveg á hreinu að heilbr.- og trn. hefur þó unnið það besta, næstbesta kannski skulum við segja, upp úr þessu heldur en lagt var af stað með af hæstv. heilbr.- og trmrh. fyrir jól, sem kom með frv. 20 mínútum fyrir jólafrí eða svo, lagði það til að allar stjórnir yrðu lagðar niður og málið átti að keyra í gegn fyrir jólaleyfi þingmanna. Sem betur fer tókst að stoppa það í heilbr.- og trn. og það ekki tekið í gegn, og eins og sagt var: Annaðhvort var það allt eða ekkert. Það var ekki hægt að taka bara í gegn ákvæði um breytinguna um 15%, heldur vildi hæstv. ráðherra að stjórnirnar fylgdu með. Og þess vegna dagaði þetta uppi þá. Ég tel að það hafi verið, eins og ég sagði áðan, til góðs að svo fór, en tek það skýrt fram að skoðun mín er sú að fyrirkomulagið eins og það var með þeim breytingum milli sveitarfélaga og ríkisins vegna þátttöku ríkisins og þessi 15% detti út, hafi verið betra, en þetta sé næstbesti kosturinn og það er þá kannski betra orðalag en skömminni skárra og vona ég að hv. nefndarmenn heilbr.- og trn. verði þá aðeins ánægðari.