Staða óhefðbundinna lækninga

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 11:16:44 (4715)

2003-03-11 11:16:44# 128. lþ. 95.4 fundur 592. mál: #A staða óhefðbundinna lækninga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Fyrirspyrjandi LMR
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 128. lþ.

[11:16]

Fyrirspyrjandi (Lára Margrét Ragnarsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil fá að þakka heilbrrh. fyrir gott svar og fyrir hans jákvæðu viðbrögð í þessu máli frá upphafi. Samkvæmt nýlegum upplýsingum mínum hefur þessi nefnd komið saman formlega í tvö eða þrjú skipti á undanförnum vikum og starfið er rétt hafið. Þess vegna hef ég töluverðar áhyggjur af því að áfangaskýrslu muni ekki verða skilað á tilsettum tíma en vonandi mun þó ráðherrann sjá til þess að svo verði gert og enn fremur að lokaskýrslu verði skilað á þeim tíma sem ályktunin nefnir.