Endurhæfing krabbameinssjúklinga

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 11:28:40 (4720)

2003-03-11 11:28:40# 128. lþ. 95.5 fundur 643. mál: #A endurhæfing krabbameinssjúklinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 128. lþ.

[11:28]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins bæta því við að ég tel nauðsynlegt eins og fram kom hjá hv. fyrirspyrjanda að það komi niðurstaða í þessi mál sem allra fyrst. Það er ekki óvissa lengur um ráðstöfun húsanna í Kópavogi. Það stóð til að selja eitthvað af þeim eignum en menn hafa horfið frá því. Eins og ég sagði eru áformin um Grensás ekki útfærð enn þá en það er nauðsynlegt að í þessi mál fáist niðurstaða. Vissulega kostar starfsemin fjármagn og ráðuneytið hefur það í skoðun ásamt öðrum málum sem spítalann varða. Ég vil undirstrika að þessi starfsemi er mikilvæg á öllum sviðum og nauðsynlegt að ganga frá framtíðarskipulagi þessara mála sem fyrst.